16. fundur
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 4. júní 2024 kl. 12:30


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 12:30
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 12:50
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 12:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 12:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:30
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 12:30
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 12:50

Nefndarritari: Hildur Edwald

Bókað:

1) Upplýsingaþjónustan Info Norden Kl. 12:30
Á fund Íslandsdeildar mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra, Bjarki Þór Grönfeldt aðstoðarmaður ráðherra, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Sóley Mist Hjálmarsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Lárus Valgarðsson framkvæmdarstjóri Vestnorræna ráðsins. Gerðu þau grein fyrir áætluðum breytingum á upplýsingaþjónustunni Info Norden og í hvaða ferli þær breytingar eru.

2) Staða Færeyja, Grænlands og Álandseyja í norrænu samstarfi Kl. 12:45
Á fund Íslandsdeildar mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra, Bjarki Þór Grönfeldt aðstoðarmaður ráðherra, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Sóley Mist Hjálmarsdóttir frá utanríkisráðuneytinu og Lárus Valgarðsson framkvæmdarstjóri Vestnorræna ráðsins. Gestir og nefndarmenn fjölluðu um stöðu Færeyja, Grænlands og Álandseyja í Norrænu samstarfi og mikilvægi þeirra innan Norræns samstarfs.

3) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:25