31. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. janúar 2024 kl. 13:00


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Inga Sæland (IngS) fyrir (EÁ), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:00
Logi Einarsson (LE) fyrir (KFrost), kl. 13:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjárhagsmálefni vegna Grindavíkur Kl. 13:00
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra, Hermann Sæmundsson, Ingilín Kristmannsdóttir og Ingveldur Sæmundsdóttir frá innviðaráðuneytinu. Ráðherra lagði fram minnisblað innviðaráðuneytisins dags. 18.janúar 2024 um stöðu einstakra aðgerða stjórnvalda í húsnæðismálum Grindvíkinga vegna nýlegra náttúruhamfara á Reykjanesskaga og svaraði spurningum um efni þess og stöðu mála vegna náttúruhamfaranna.
Á fundinum var einnig lagt fram minnisblað fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 17. janúar 2024, Grindavík - stuðningsaðgerðir og möguleg áhrif á afkomu og efnahag ríkissjóðs.

2) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 14:01
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:02