64. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 13:14


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 13:14
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 13:14
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 13:14
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:14
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 13:14
Orri Páll Jóhannsson (OPJ) fyrir Jódísi Skúladóttur (JSkúl), kl. 13:14
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 14:45

Jóhann Friðrik Friðriksson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Teitur Björn Einarsson var fjarverandi. Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði. Kristrún Frostadóttir vék af fundi kl. 15:35 og Vilhjálmur Árnason kl. 16:07.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1035. mál - fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029 Kl. 13:14
Til fundarins komu Bergþór Heimir Þórðarson, Gunnar Alexander Ólafsson og Sigurður Árnason frá Öryrkjabandalagi Íslands. Árni Múli Jónasson og Bryndís Matthíasdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Kl. 14:27. Sigurður Hannesson og Ingólfur Bender frá Samtökum iðnaðarins.
Kl. 15:23: Ágúst Ólafur Ágústsson og Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri frá Sjúkraliðafélagi Íslands
Kl. 16:00. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Þær tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.
Gestirnir kynntu umsagnir samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna úr efni þeirra.

2) Önnur mál Kl. 16:30
Samþykkt var skv. 1. mgr. 24. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis, sbr. 51. gr. þingskapa að óska eftir sunduriðun á fjármunum í almennum varasjóði til að mæta fjárþörf málefnum útlendinga. Einnig að óska eftir afriti samkomulags skv. 11. gr. laga nr. 123/2015. Þá var samþykkt að óska upplýsing um fjármögnun farsældarlaganna, skýringa á lækkun fjárveitinga til málaflokks vinnumarkaðs og atvinnuleysis o.fl. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:40
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:41