38. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 1. febrúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:04
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:32
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason og Þórunn Sveinbjarnardóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Dagskrárlið frestað.

2) 314. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 09:09
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Georgsdóttur frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum og Gísla Davíð Karlsson og Unni Sverrisdóttur frá Vinnumálastofnun.

Þá mættu á fund nefndarinnar Ólafur Árnason og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun. Einnig Steinunn Karlsdóttir frá Umhverfisstofnun, Regína Valdimarsdóttir og Grétar Þorsteinsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, en þau tóku þátt í fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar.

3) 628. mál - skipulagslög Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Ingibjörg Isaksen verði framsögumaður málsins
var samþykkt.

4) 18. mál - gjaldtaka vegna afnota af vindi, sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, til raforkuframleiðslu Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins
var samþykkt.

5) 26. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun og umhverfismat framkvæmda og áætlana Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins
var samþykkt.

6) 34. mál - breyting á ýmsum lögum til styrkingar á réttarúrræðum vegna umhverfismála og réttindum til heilnæms umhverfis Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Bjarni Jónsson verði framsögumaður málsins
var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:17
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17