72. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 7. júní 2024 kl. 13:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 13:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:10
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:10
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:10

Vilhjálmur Árnason og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir vék af fundi kl. 15:00.
Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 15:50.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með notkun fjarfundabúnaðar.

Bókað:

1) Fundargerð


2) 899. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Atlason og Ernu Hjaltested frá ISAVIA innanlands ohf., Bjarna Ágúst Sigurðsson frá Landhelgisgæslu Íslands, Sigurjón Hreinsson, Geir Þór Geirsson og Sigrúnu Henriettu Kristjánsdóttur frá Samgöngustofu og Jórunni Harðardóttur frá Veðurstofu Íslands.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

3) 900. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 13:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Atlason og Ernu Hjaltested frá ISAVIA innanlands ohf., Bjarna Ágúst Sigurðsson frá Landhelgisgæslu Íslands, Sigurjón Hreinsson, Geir Þór Geirsson og Sigrúnu Henriettu Kristjánsdóttur frá Samgöngustofu og Jórunni Harðardóttur frá Veðurstofu Íslands.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið.

4) 831. mál - Náttúruverndar- og minjastofnun Kl. 14:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk Andrés Skúlason frá Landvernd á sinn fund.

5) 21. mál - loftslagsmál Kl. 15:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auði Ingólfsdóttur frá Umhverfisstofnun, Andrés Skúlason frá Landvernd, Snorra Hallgrímsson og Finn Ricart Andrason frá Ungum umhverfissinnum og Láru Jóhannsdóttur frá Sjálfbærninefnd Háskóla Íslands.

6) Önnur mál Kl. 16:00
Nefndin ræddi starfið fram undan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00