68. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 22. maí 2024 kl. 15:10


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 15:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 15:55
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 15:10
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 15:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 15:10

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ingibjörg Isaksen og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi.
Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) 205. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 15:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Val Árnason frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti og Guðmund Arnar Sigmundsson og Magna R. Sigurðsson frá CERT-IS, Fjarskiptastofu.

3) 899. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi Kl. 16:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þá kom á fund nefndar Guðmundur I. Ásmundsson frá Landsneti hf.

Einnig komu á fund nefndar Dagmar Ýr Stefánsdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi , Jóna Árný Þórðardóttir frá Fjarðabyggð, Kristinn Bjarnason frá Fljótsdalshreppi og Björn Ingimarsson frá Múlaþingi. Gestirnir tóku þátt með fjarfundarbúnaði.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

4) 900. mál - verndar- og orkunýtingaráætlun Kl. 16:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins, Maríu Guðjónsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Þá kom á fund nefndar Guðmundur I. Ásmundsson frá Landsneti hf.

Einnig komu á fund nefndar Dagmar Ýr Stefánsdóttir frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi , Jóna Árný Þórðardóttir frá Fjarðabyggð, Kristinn Bjarnason frá Fljótsdalshreppi og Björn Ingimarsson frá Múlaþingi. Gestirnir tóku þátt með fjarfundarbúnaði.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 16:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:43