Heilbrigðisþjónusta
Laugardaginn 17. desember 1988

     Frsm. heilbr.- og trn. (Guðrún Helgadóttir):
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 263 um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 8/1981, um breytingu á lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu.
    Hér er um að ræða gamlan kunningja sem felur í sér að frestur er gefinn til að koma á kerfi heilsugæslu í Reykjavík, að sá frestur verði framlengdur um eitt ár frá og með næstu áramótum.
    Nefndin fjallaði um málið og varð sammála um að mæla með samþykkt þess. Undir nál. skrifuðu Guðrún Helgadóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Jón Kristjánsson og Geir H. Haarde, en Guðmundur G. Þórarinsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.