Efnahagsaðgerðir
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Albert Guðmundsson:
    Herra forseti. Ég er ánægður með að heyra að hv. 11. þm. Reykn. hefur hug á að draga þessar tillögur til baka til 3. umr. Það hefur ekki komið fram í hans máli. En ég vil bara beina því til forseta að taka betur eftir þegar menn kveðja sér hljóðs. Hann var að slíta umræðum um það bil sem ég var að byrja að banka í borðið og ég gerði þá athugasemd þegar ég kom í stólinn að umræðum var ekki slitið þegar ég bað um orðið heldur sleit hann þeim meðan ég var að banka í borðið.