Fjölskylduráðgjöf
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Þetta er ekki gert til að tefja tímann, aðeins leggja áherslu á að mér finnst rétt að þingskjöl beri með sér hvort þau séu stjfrv. og ég tók það svo vegna þess að frv. var prentað upp að ríkisstjórnin hefði ekki fallist á frv. en hins vegar hefði gleymst að skrifa flm. Ég óska eftir því að annað tveggja liggi frv. fyrir eins og stjfrv. eða það sé leiðrétt þannig að flm. komi fram eins og er á þmfrv.