Umræður um vinnubrögð í Seðlabanka
Miðvikudaginn 08. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nokkrir hv. þm. hafa beðið um orðið um þingsköp. Forseti hyggst hins vegar ljúka afgreiðslu á rannsókn kjörbréfs og vill þess vegna biðja hv. þingheim að hafa hemil á umræðum um þingsköp. ( FrS: Ætlar forseti að slíta í sundur þingskapaumræðuna?) Forseti er satt að segja í vandræðum. Með samningum við hæstv. forseta Nd. og Ed. var gefið leyfi til hálftíma umræðu. Forseti fékk enga heimild fyrir lengri tíma. Þessi fundur átti einungis að fjalla um rannsókn kjörbréfs og síðan hina umræddu hálftíma umræðu sem þegar hefur farið fram. ( FrS: Hver hóf þingskapaumræðuna?) Síðan verða hv. þm. að gera upp við sig hvort þeir vilja sýna forseta sínum þá virðingu að hann geti haldið orð sín við aðra forseta þingsins.