Lánsfjárlög 1989
Föstudaginn 17. febrúar 1989

     Egill Jónsson:
    Herra forseti. Ég hafði orð á því við hæstv. forseta í gær að ég óskaði þess að hæstv. landbrh. yrði við þessa umræðu þegar ég mundi flytja mál mitt og ítreka ég nú þá beiðni. ( Forseti: Ég hef komið þeim skilaboðum til hæstv. landbrh. að hann kæmi á fundinn, en ég skal reyna að ítreka það einu sinni enn.) Það er nærri því sólarhringur frá því að ég lagði fram þessa ósk og ég tel mig því vera í góðri stöðu til að fresta minni ræðu þar til landbrh. hefur möguleika á því að mæta hér til fundar. ( Forseti: Ég mun verða við því, en eins og ég sagði þá hef ég óskað eftir því að hæstv. landbrh. komi hér.)