Tilhögun þingfunda
Þriðjudaginn 18. apríl 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár skal á það minnt að gert er ráð fyrir atkvæðagreiðslum um fimmleytið um þau mál sem þá geta komið til atkvæða samkvæmt þeim verklagsreglum sem við höfum sett okkur, en að öðru leyti vil ég benda á að dagskráin er nokkuð löng, enda liggur ýmislegt fyrir þinginu og þingdagarnir sem eftir eru frekar færri en fleiri og fer víst fækkandi. Ég vil biðja hv. deild vera við því búna að hér verði fundir fram eftir degi og í kvöld eftir því sem nauðsyn ber til til að þoka málum áfram. Þá mundi ég kannski vilja hafa fyrirvara um að það kæmi til álita að vera með atkvæðagreiðslu aftur undir kl. 7 ef þá stendur fundur eða í fundarlok.