Almannatryggingar
Föstudaginn 28. apríl 1989

     Frsm. heilbr.- og trn. (Guðrún Helgadóttir):
    Sú ósk sem hér er fram komin að fresta þessu máli einnig er afar kyndug. Hv. þm. Matthías Bjarnason hefur borið fram frv. Það hefur fengið meðferð í viðkomandi nefnd. Hann hefur auðvitað engin áhrif á það úr þessu í þessari hv. deild, auk þess sem ég er alveg sannfærð um að hv. þm. mundi vera mjög svo sáttur við þessa afgreiðslu og efast um að hann hafi átt von á því að þetta frv. hans næði fram að ganga.
    En ég skal fresta málinu í nokkrar mínútur, hafa samband við hv. flm. og ganga úr skugga um hvort hann hefur eitthvað við þessa smávægilegu breytingu sem gerð var að athuga. Ég vænti þess að málið verði síðan afgreitt á þessum fundi.