Almannatryggingar
Miðvikudaginn 03. maí 1989

     Stefán Valgeirsson:
    Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Það kom fram þegar verið var að fjalla um þetta mál að mér og ýmsum öðrum fyndist orðið ,,heimilt`` ekki nógu sterkt í þessu tilviki þar sem var upplýst að úrskurðarmaður um tryggingabætur sæti alltaf á fundum með tryggingaráði. Og til þess að tryggja það að þar væri læknir eða aðrir sem væru þar til þess að ræða við hann um þær kvartanir sem hefðu borist, þá þyrfti að tryggja það að þar væri einhver til staðar. Þess vegna er brtt. á þskj. 1000 flutt.