Húsnæðisstofnun ríkisins
Þriðjudaginn 09. maí 1989

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Þessi liður, sem hér er gerð tillaga um að felldur verði brott, á það sameiginlegt með öðrum liðum sem um er fjallað á þessari brtt. að hann kemur húsbréfakerfinu ekkert við. Þessar greinar eru um að gera lagfæringar á núgildandi útlánakerfi, lappa upp á það með þeim hætti í stað þess að greina að annars vegar húsbréf og hins vegar ,,uppálapp`` á núverandi kerfi. Ég tel að þetta sé óeðlilegt. Ég tel að þessar greinar eigi ekki heima í þessu frv. og ég segi já.