Ráðstafanir vegna kjarasamninga
Fimmtudaginn 11. maí 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Þar sem hæstv. sjútvrh. gaf þá yfirlýsingu við umræðu í gærkvöld að það yrði eins farið um það lán sem Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er ætlað að taka og það lán sem Verðjöfnunarsjóðurinn tók á sl. hausti, að það yrði endurgreitt úr ríkissjóði en ekki af Verðjöfnunarsjóðnum, þá tel ég þá yfirlýsingu fullnægjandi og dreg tillögu 1126,1 til baka í trausti þess að við það verði staðið að ríkissjóður endurgreiði þetta lán en það falli ekki á Verðjöfnunarsjóðinn.