Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
Föstudaginn 12. maí 1989

     Ingi Björn Albertsson:
    Hæstv. forseti. Það er ekki á misskilningi byggt að þessi tillaga er lögð fram. Í frv. segir, með leyfi forseta, undir kaflanum ,,Um frumvarpið`` að helstu breytingar frá gildandi lögum sem lagðar eru til í frv. séu eftirfarandi, og þar í 10. lið stendur: ,,Felld verði niður þátttaka ríkisins í stofnkostnaði íþróttamannvirkja á vegum sveitarfélaga.`` Þessi tillaga er því langt frá því að vera á misskilningi byggð. Misskilningur hv. þm. Alexanders Stefánssonar er hins vegar á misskilningi byggður. Því segi ég já.