Þinglýsingalög
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Páll Pétursson:
    Herra forseti. Hér er um nokkuð samtengd mál að ræða þar sem aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds, sem er 1. mál á dagskrá, er með nokkrum hætti aðalmálið. Hin málin eru fylgifrumvörp og tengjast 1. dagskrármáli. Mér finnst óvenjulegt að ljúka 3. umr. um fylgifrumvörpin meðan aðalmálið er ekki afgreitt, en fram hefur komið frávísunartillaga um það.