Þinglýsingalög
Miðvikudaginn 17. maí 1989

     Ólafur G. Einarsson:
    Herra forseti. Ég skildi orð forseta þannig að hann ætlaði að halda sig við þá fyrirætlan sína að fram færi atkvæðagreiðsla um 2. dagskrármálið og þá væntanlega 3. og 4. Ég er sömu skoðunar og hv. 1. þm. Norðurl. v., að það gengur ekki að afgreiða þau mál áður en aðalmálið er afgreitt þannig að ég held að það verði að taka öll þessi mál á dagskrá nýs fundar og ljúka umræðunni um 1. dagskrármálið áður en atkvæðagreiðsla gengur um hin.