Lánskjör og ávöxtun sparifjár
Föstudaginn 19. maí 1989

     Matthías Bjarnason:
    Herra forseti. Eins og fram kom í nál. því sem hv. 1. þm. Norðurl. v. skýrði hér frá skrifaði ég undir það álit með fyrirvara. Fyrirvarinn felst í því að ég er langt frá því að vera ánægður með þá breytingu sem gerð var á lánskjaravísitölunni á sl. vetri, en hins vegar tel ég að með tilliti til þeirrar breytingar sem og ýmislegs annars sé nauðsynlegt að fram fari alger endurskoðun á lánskjaravísitölunni. Hins vegar ber ég afar lítið traust til hæstv. ríkisstjórnar og því býst ég ekki við mjög miklu af henni í þessum efnum. Það er kannski séstaklega þess vegna sem ég skrifa undir með fyrirvara að ég get ekki verið að skyggja á gleði og traust þeirra hinna sem enn þá bera eitthvert traust til ríkisstjórnarinnar að þessu máli sé til hennar vísað.