Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 22 . mál.


Ed.

22. Frumvarp til laga



um frestun á hækkun launa og búvöruverðs.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988.)



1. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988 skal launahækkun sú, sem samkvæmt þeim lögum skyldi taka gildi 1. september 1988, eigi koma til framkvæmda á gildistíma laga þessara.

2. gr.

    Aðrar launahækkanir, þar með taldar hvers kyns greiðslur fyrir vinnuframlag, launahluti í gjaldskrám fyrir útselda vinnu eða sambærilegar þóknanir sem koma áttu til framkvæmda 1. september 1988 eða annan dag á gildistíma laga þessara, skulu eigi koma til framkvæmda á gildistíma laga þessara.

3. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 46 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, skal eigi hækka verð búvara á gildistíma laga þessara.

4. gr.

    Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Mál út af brotum á lögunum fara að hætti opinberra mála.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til loka september 1988.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Um frumvarp þetta, sem lagt er fyrir Alþingi skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar, vísast að öðru leyti til meðfylgjandi fylgiskjals.



Fylgiskjal.


BRÁÐABIRGÐALÖG


um frestun á hækkun launa og búvöruverðs.



FORSETI ÍSLANDS
gjörir    kunnugt: Forsætisráðherra hefir tjáð mér að brýna nauðsyn beri til að skapa svigrúm fyrir undirbúning efnahagsaðgerða sem miða að því að skapa rekstrargrundvöll fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar atvinnulífsins og að hemja verðbólgu. Verði því að fresta launahækkunum og hækkun búvöruverðs sem koma áttu til framkvæmda í septembermánuði og ákveða um leið almenna verðstöðvun.
    Fyrir því eru hér með sett svofelld bráðabirgðalög skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar:

1. gr.


    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 1. gr. bráðabirgðalaga nr. 14 20. maí 1988, skal launahækkun sú, sem samkvæmt þeim lögum skyldi taka gildi 1. september 1988, eigi koma til framkvæmda á gildistíma laga þessara.

2. gr.

    Aðrar launahækkanir, þar með taldar hvers kyns greiðslur fyrir vinnuframlag, launahluti í gjaldskrám fyrir útselda vinnu eða sambærilegar þóknanir sem koma áttu til framkvæmda 1. september 1988 eða annan dag á gildistíma laga þessara, skulu eigi koma til framkvæmda á gildistíma laga þessara.

3. gr.

    Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 46 27. júní 1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, skal eigi hækka verð búvara á gildistíma laga þessara.

4. gr.

    Brot gegn lögum þessum varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Mál út af brotum á lögunum fara að hætti opinberra mála.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til loka september 1988.

Gjört á Blönduósi, 27. ágúst 1988.



Vigdís Finnbogadóttir.


(L. S.)


Þorsteinn Pálsson.