Ferill 43. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 43 . mál.


Sþ.

45. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um greiðslur fyrir sauðfjárafurðir.

Frá Agli Jónssyni.



1.     Hvaða reglur hefur Framleiðsluráð landbúnaðarins sett samkvæmt niðurlagi 1. tölul. 1. mgr. 29. gr. búvörulaga um greiðslur fyrir sauðfjárafurðir?
2.     Er sú frumgreiðsla afurðaverðs, sem sláturleyfishöfum ber lögum samkvæmt að greiða sauðfjárbændum, í samræmi við þær reglur?
3.     Ef svo er ekki, ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir að ekki sé brotinn réttur á sauðfjárbændum í þessum efnum og þá með hvaða móti?