Ferill 67. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 67 . mál.


Sþ.

69. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um olíubirgðatank á Seyðisfirði.

Frá Jónasi Hallgrímssyni og Jóni Kristjánssyni.



1.     Hefur viðskiptaráðherra átt hlut að ákvörðunum olíufélaganna um að nota ekki birgðatank Olís á Seyðisfirði?
2.     Hver er þáttur verðjöfnunarsjóðs í þessum ákvörðunum? Hafa stjórnendur sjóðsins látið gera úttekt á hagkvæmni þessa fyrirkomulags?
3.     Hefur viðskiptaráðuneytið látið gera úttekt á hagkvæmni innflutnings svartolíu í olíubirgðastöð á Seyðisfirði með tilliti til þess að meiri hluti loðnubræðslna er starfræktur á Norður- og Austurlandi?