Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 82 . mál.


Sþ.

84. Beiðni um skýrslu



frá menntamálaráðherra um undirbúning og efni aðalnámsskrár fyrir grunnskóla.

Frá Birgi Ísl. Gunnarssyni, Ragnhildi Helgadóttur, Friðriki Sophussyni,


Eyjólfi Konráð Jónssyni, Pálma Jónssyni, Friðjóni Þórðarsyni,


Halldóri Blöndal, Ólafi G. Einarssyni og Salome Þorkelsdóttur.



    Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur að undanförnu verið unnið að aðalnámsskrá grunnskóla. Fyrir liggur prentuð tillaga að námsskrá (júlí 1988) sem send var til umsagnar og athugunar ýmissa aðila. Núverandi menntamálaráðherra hefur opinberlega gefið yfirlýsingu þess efnis að hann sé ósammála mikilvægum efnisatriðum tillögunnar. Nauðsynlegt er að fram fari opin umræða um slíkan ágreining áður en gengið er endanlega frá námsskránni. Með tilvísun til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis er því óskað eftir því við menntamálaráðherra að hann gefi Alþingi ítarlega skýrslu um hvernig að undirbúningi námsskrár hefur verið staðið og hver séu þau meginatriði, sem hann gerir að ágreiningsefni í þeirri tillögu að námsskrá sem nú liggur fyrir og hverjar séu tillögur hans í þeim efnum.
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi í sameinuðu Alþingi þegar henni hefur verið útbýtt.

Alþingi, 2. nóv. 1988.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Ragnhildur Helgadóttir.

Friðrik Sophusson.



Ey. Kon. Jónsson.

Pálmi Jónsson.

Friðjón Þórðarson.



Halldór Blöndal.

Ólafur G. Einarsson.

Salome Þorkelsdóttir.




    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.