Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 98 . mál.


Nd.

101. Frumvarp til laga



um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987.

Flm.: Ingi Björn Albertsson.



1. gr.

    Við 81. gr. laganna bætist ný málsgrein er verður 1. mgr. og orðast svo:
    Þjóðvegur með vegnúmeri 1 skal vera aðalbraut og hvarvetna hafa forgang gagnvart annarri umferð.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. október 1989.

Greinargerð.


    Flestir álíta að hringvegurinn, þjóðvegur númer 1, sé alls staðar aðalbraut. Svo er hins vegar ekki. Þessi misskilningur veldur verulegri slysahættu og ljóst er að til hans má rekja orsakir allmargra slysa sem orðið hafa í umferðinni. Sem viðleitni til frekara umferðaröryggis er frumvarp þetta flutt.