Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 148 . mál.


Sþ.

156. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tryggingafræðilega athugun á stöðu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.

Frá Guðmundi H. Garðarssyni.



1.     Hvenær var síðast gerð tryggingafræðileg úttekt á fjárhag Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins eins og lög kveða á um að gerð skuli á fimm ára fresti?
2.     Hver var niðurstaða síðustu úttektar?
3.     Hafi slík úttekt ekki farið fram, hyggst fjármálaráðherra þá beita sér fyrir því að hún verði framkvæmd?
4.     Hvert er mat ráðherra á skuldbindingum ríkissjóðs vegna greiðslu verðbóta á lífeyri opinberra starfsmanna?
5.     Hversu stórt hlutfall lífeyrisgreiðslna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins hefur verið greitt af ríkissjóði eða stofnunum og fyrirtækjum ríkisins á tímabilinu 1981–1987 að báðum árum meðtöldum?



Skriflegt svar óskast.