Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 8 . mál.


Ed.

203. Breytingartillögur



við frv. til l. um efnahagsaðgerðir.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar (EG, VS, MF, JE).



1.     Við 3. gr. Við greinina bætist nýr málsliður svohljóðandi:
.      Þegar sérstaklega stendur á er sjóðnum heimilt að leysa til sín húseignir og búnað fyrirtækja sem lið í fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra.
2.     12.–16. gr. falli brott.
3.     20. gr. orðist svo:
.      Við 9. gr. vaxtalaga, nr. 25 27. mars 1987, bætist ný málsgrein svohljóðandi:
.      Dráttarvextir skulu ætíð reiknast sem dagvextir. Þó skulu haldast óbreytt til 1. júlí 1989 ákvæði um útreikning dráttarvaxta í lögum um innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs og sveitarsjóða.