Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 196 . mál.


Nd.

304. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum og niðurfellingu laga vegna breytinga á skipan sveitarstjórnarmála samkvæmt

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Á fundi nefndarinnar kom Þórhildur Líndal, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu.
    Frumvarpið felur í sér tvenns konar breytingar. Í fyrsta lagi er verið að fella brott orðið „sýslunefndir“ í fjölmörgum lögum þar sem þær voru lagðar niður með sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986. Í flestum tilvikum kemur orðið „héraðsnefnd“ eða „sveitarstjórn“ í staðinn. Í öðru lagi eru felld brott ýmis úrelt lög og er það í tengslum við þá breytingu sem gerð var með nýjum sveitarstjórnarlögum, nr. 8/1986.

Alþingi, 20. des. 1988.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,

Guðrún Helgadóttir,

Alexander Stefánsson.


form., frsm.

fundaskr.



Jón Kristjánsson.

Geir H. Haarde.

Eggert Haukdal.



Kristín Einarsdóttir.