Ferill 140. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 140 . mál.


Sþ.

319. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Unnar Stefánsdóttur um opinbera ferðamálastefnu.

    Í mars 1987 gaf ráðuneytið út skýrslu um ferðamál undir heitinu Úttekt á íslenskum ferðamálum, en úttektin var gerð í framhaldi af þingsályktun um úrbætur í ferðaþjónustu sem samþykkt var á Alþingi vorið 1986. Í þingsályktuninni sagði m.a. að á grundvelli slíkrar úttektar skyldi gerð áætlun um úrbætur.
    Til að vinna að gerð þessarar áætlunar og að tillögum um ferðamálastefnu skipaði ráðuneytið nefnd í júní 1987. Af ýmsum ástæðum hefur starfi nefndarinnar lítt miðað áfram. Nú hefur verið ákveðið að endurskipuleggja nefndina og endurskoða erindisbréf hennar. Verður henni nú, auk framangreindra verkefna, falið að endurskoða lög um skipulag ferðamála, nr. 79/1985.