Ferill 255. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 255 . mál.


Sþ.

466. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um svæði á náttúruminjaskrá.

Frá Sigrúnu Helgadóttur og Danfríði Skarphéðinsdóttur.



1.     Hvernig er háttað eftirliti með þeim 69 svæðum sem friðlýst hafa verið samkvæmt náttúruverndarlögum og þeim 273 svæðum sem eru á náttúruminjaskrá? Hefur verið gerð úttekt á náttúru þessara svæða? Hvernig er fylgst með breytingum sem orðið hafa á svæðunum, t.d. við landbúnað, ferðamennsku og mannvirkjagerð?
2.     Hversu mörg svæði á náttúruminjaskrá hefur ríkið keypt samkvæmt forkaupsrétti 34. gr. laga um náttúruvernd, nr. 47/1971?