Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 320 . mál.


Sþ.

581. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lendingarskilyrði á hugsanlegum varaflugvöllum fyrir millilandaflug.

Frá Hreggviði Jónssyni.



1.     Hve oft hefur þurft að fella niður áætlunarflug (frá og) til Sauðárkróksflugvallar, Akureyrarflugvallar, Húsavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar á tímabilinu 1. desember 1988 til 1. mars 1989?
2.     Hve oft hefði verið hægt að lenda þotum sem eru notaðar til millilandaflugs á áðurnefndum flugvöllum á sama tímabili ef nægilega langar brautir hefðu verið fyrir hendi og hve oft hefðu þær getað hafið sig til flugs frá sömu stöðum?