Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 352 . mál.


Sþ.

645. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ályktun Evrópuráðsins um baráttuna gegn eiturlyfjum.

Frá Hreggviði Jónssyni.



    Mun heilbrigðisráðherra beita sér fyrir því að gerður verði sérstakur Evrópuráðssáttmáli um baráttuna gegn eiturlyfjum ef þingi Sameinuðu þjóðanna mistekst að koma sér saman um sáttmála, sbr. ályktun Evrópuráðsins nr. 1085/1988?
    Í hvaða lögum og reglugerðum er kveðið á um eftirlit með útflutningi á efnasamböndum til framleiðslu á eiturlyfjum, þar með talin ávana- og fíknilyf?
    Er í undirbúningi að lögleiða ákvæði um meðferð og sölu á sprautum til þess að koma í veg fyrir eyðnismit?
    Er á döfinni hjá ríkisstjórninni að setja lög og reglugerðir sem auðvelda upptöku eigna og lausafjár eiturlyfjasala?
    Er í undirbúningi að gefa fólki, sem hefur orðið eiturlyfjum að bráð, kost á félagslegri meðferð og sjúkrahúsvist í stað fangelsisafplánunar?



Skriflegt svar óskast.