Ferill 241. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 241 . mál.


Ed.

653. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um Seðlabanka Íslands, nr. 36 5. maí 1986.

Frá 1. minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur athugað frumvarpið og kallað á sinn fund Geir Hallgrímsson, Eirík Guðnason og Sveinbjörn Hafliðason frá Seðlabanka Íslands, Baldvin Tryggvason frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Tryggva Pálsson frá Verslunarbanka Íslands, Stefán Pálsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka og Þórð Ólafsson frá bankaeftirliti Seðlabankans. Nefndinni hafa borist skriflegar greinargerðir um frumvarpið frá Landsbanka Íslands, Búnaðarbanka Íslands, Verslunarbanka Íslands, Samvinnubanka Íslands, Iðnaðarbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands hf. Fyrsti minni hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingartillögum hans sem birtar eru á sérstöku þingskjali.
    Ragnar Óskarsson var fjarverandi lokaafgreiðslu málsins.

Alþingi, 16. mars 1989.



Valgerður Sverrisdóttir,

Jóhann Einvarðsson.

Karl Steinar Guðnason.


fundaskr., frsm.