Ferill 2. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 2 . mál.


Ed.

680. Frumvarp til laga



um eignarleigustarfsemi.

(Eftir 2. umr. í Ed., 21. mars.)



    Samhljóða þskj. 624 með þessari breytingu:

    13. gr. hljóðar svo:
    Ráðherra er heimilt að afturkalla starfsleyfi eignarleigufyrirtækis ef veittur frestur skv. 12. gr. ber eigi árangur eða sýnt þykir að slíta beri fyrirtækinu. Skal ráðherra senda skiptaráðanda á varnarþingi eignarleigufyrirtækisins kröfu um að bú þess verði tekið til skipta.
    Brjóti stjórn eignarleigufyrirtækis ítrekað fyrirmæli laga og reglna settra samkvæmt þeim getur ráðherra með sama hætti og um getur í 1. mgr. þessarar greinar afturkallað starfsleyfi eignarleigufyrirtækis, enda hafi bankeftirlit Seðlabanka Íslands áður gert skriflegar athugasemdir varðandi reksturinn.
    Ráðherra er heimilt að svipta eignarleigufyrirtæki starfsleyfi um stundarsakir ef hafin er opinber rannsókn vegna meintra brota á lögum þessum í starfsemi eignarleigufyrirtækis.