Ferill 319. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 319 . mál.


Sþ.

701. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Hreggviði Jónssyni um Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna.

    Heildarútlán Húsnæðisstofnunar ríkisins voru 7727 m.kr. á árinu 1988. Útlán úr Byggingarsjóði ríkisins námu 5858 m.kr. og úr Byggingarsjóði verkamanna 1869 m.kr. Samkvæmt uppfærðum efnahagsreikningi 31. desember 1988 námu heildarútlán byggingarsjóðanna samtals um 48,7 milljörðum króna, Byggingarsjóður ríkisins með 38,1 milljarð króna og Byggingarsjóður verkamanna með 10,6 milljarða króna.
    Hinn 31. desember 1988 námu ógreidd, gjaldfallin árgjöld til byggingarsjóðanna (afborganir, vextir og verðbætur) um 465 m.kr. og ógreiddir dráttarvextir um 167 m.kr. eða samtals 632 m.kr. Þessi fjárhæð skiptist þannig að 532 m.kr. eru í vanskilum hjá Byggingarsjóði ríkisins og 100 m.kr. hjá Byggingarsjóði verkamanna. Gjalddagar eru fjórir á ári: 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun ríkisins er ekki hægt að greina hve gömul samanlögð vanskil eru með því forriti sem notað er í þessu sambandi.
    Á árinu 1987 var 71 íbúð innleyst á nauðungaruppboðum til Byggingarsjóðs ríkisins og 109 íbúðir á árinu 1988. Verkamannabústaðir, sem fara á nauðungaruppboð, eru innleystir beint af viðkomandi stjórnum verkamannabústaða. Samkvæmt upplýsingum Húsnæðisstofnunar ríkisins má ætla að samtals hafi verið innleystar á nauðungaruppboðum um 50–70 íbúðir í verkamannabústöðum árin 1987 og 1988.



Prentað upp.