Ferill 85. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 85 . mál.


Sþ.

855. Nefndarálit



um till. til þál. um aðgerðir til að koma í veg fyrir innflutning á vörum á fölsuðum upprunaskírteinum.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur rætt tillöguna á fundum sínum. Umsögn barst frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Tillagan er endurflutt frá síðasta þingi.
    Nefndin er sammála um að afgreiða tillöguna með eftirfarandi

BREYTINGU:



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er hafi það hlutverk að leita leiða til þess að koma í veg fyrir innflutning á vörum á fölsuðum upprunaskírteinum. Nefndin skili tillögum eigi síðar en 15. október 1989.

    Karl Steinar Guðnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. apríl 1989.



Guðni Ágústsson,

Jón Kristjánsson,

Guðrún Helgadóttir.


form., frsm.

fundaskr.



Guðrún Agnarsdóttir.

Eggert Haukdal.

Guðmundur Ágústsson.