Ferill 479. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 479 . mál.


Sþ.

859. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um flugöryggi í verkfalli veðurfræðinga.

Frá Kristínu Halldórsdóttur.



1.     Hvaða reglur gilda um veðurupplýsingar fyrir flug hér á landi?
2.     Er fyllsta öryggis gætt að mati loftferðaeftirlitsins þegar engar flugveðurspár eru gerðar í verkfalli veðurfræðinga? Á hvaða hátt er það öryggi tryggt?
3.     Hver er ábyrgur ef óhöpp verða í flugi sem rekja má til þess að veðurspár eru ekki gerðar?
4.     Er veðurstofu flotans á Keflavíkurflugvelli heimilt að sinna flugveðurþjónustu fyrir annað flug en það sem henni við kemur?



Skriflegt svar óskast.