Ferill 93. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 93 . mál.


Sþ.

904. Nefndarálit



um till. til þál. um að efla atvinnu fyrir konur í dreifbýli.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sendi hana til umsagnar. Svör bárust frá eftirtöldum: Búnaðarfélagi Íslands, Byggðastofnun, Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, Iðntæknistofnun Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Stéttarsambandi bænda. Þessir aðilar taka jákvætt undir efni tillögunnar og að æskilegt sé að átak sé gert eins og þar er lagt til.
    Með vísan til þess sem fram kemur í nefndaráliti um 131. mál, um úrbætur í atvinnumálum kvenna, leggur nefndin til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.

Alþingi, 19. apríl 1989.



Hjörleifur Guttormsson,

Eiður Guðnason,

Birgir Ísl. Gunnarsson.


form., frsm.

fundaskr.



Guðni Ágústsson.

Hreggviður Jónsson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.



Alexander Stefánsson.