Ferill 108. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 108 . mál.


Sþ.

905. Nefndarálit



um till. til þál. um verndun vatnsfalla og jarðhitasvæða.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um tillöguna og sent hana til umsagnar. Svör bárust frá eftirtöldum: Landsvirkjun, Líffræðistofnun Háskólans, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarráði, Orkustofnun, Skipulagi ríkisins og Stéttarsambandi bænda. Allir taka þessir aðilar jákvætt undir meginefni tillögunnar. Í umsögnum Landsvirkjunar og Orkustofnunar kemur m.a. fram að erfitt sé að meta áhrif virkjunar á umhverfið fyrr en frumhönnun eða yfirlitsrannsókn hefur farið fram. Slíkt mat geti verið tímafrekt og kostnaðarsamt. Skipulagsstjórn telur mjög æskilegt að rannsókn á umhverfisáhrifum þeirra orkumannvirkja, sem helst komi til greina að ráðast í á næstu áratugum, verði hraðað. Stéttarsamband bænda leggur áherslu á að við gerð áætlunarinnar verði haft samráð við landshlutasamtök og viðkomandi sveitarstjórnir.
    Nefndin mælir með því að tillagan verði samþykkt með breytingu sem flutt er á sérstöku þingskjali.

Alþingi, 19. apríl 1989.



Hjörleifur Guttormsson,

Eiður Guðnason,

Guðni Ágústsson.


form., frsm.

fundaskr.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Hreggviður Jónsson.

Þórhildur Þorleifsdóttir.



Alexander Stefánsson.