Ferill 497. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 497 . mál.


Sþ.

995. Fyrirspurn



til kirkjumálaráðherra um útfararþjónustu.

Frá Hreggviði Jónssyni.



1.     Fá einkaaðilar, sem sjá um útfararþjónustu, greitt með sama hætti af kirkjugarðsgjöldum og opinberir aðilar?
2.     Hvaða gjöld taka opinberir aðilar við útfararþjónustu í Reykjavíkurprófastsdæmi fyrir útleigu á líkvagni og störf útfararstjóra og aðstoðarmanns?
3.     Telur kirkjumálaráðherra eðlilegt að sett sé löggjöf um útfararþjónustu þar sem einkaaðilum verði m.a. tryggð sama greiðsla af kirkjugarðsgjöldum og opinber fyrirtæki njóta?