Ferill 17. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 17 . mál.


Sþ.

1002. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Danfríði Skarphéðinsdóttur og Kristínu Einarsdóttur um tekjuskatt ríkisstarfsmanna.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Hver var hlutdeild opinberra starfsmanna, a) karla, b) kvenna, í tekjuskatti og útsvari samkvæmt álagningu 1985 og 1986?
2.     Hver var hlutdeild ríkisstarfsmanna í BHMR, ríkisstarfsmanna í BSRB og bæjarstarfsmanna í BSRB í tekjuskatti og útsvari launamanna samkvæmt álagningu 1985 og 1986, skipt eftir kynjum?
3.     Hver er áætluð hlutdeild launamanna, a) karla, b) kvenna, skv. 2. tölul. að ofan í tekjuskatti og útsvari launamanna við álagningu 1988 samkvæmt nýjum skattalögum?

    Ekki er mögulegt á grundvelli skráðra upplýsinga úr skattframtölum eða launamiðum að svara spurningunum hér að ofan sem varða hlutdeild opinberra starfsmanna í tekjuskatti og útsvari launamanna. Ber þar einkum til að mikil vanhöld eru á því að stéttarfélög launþega séu tilgreind á launamiðum. Þannig eru stéttarfélög opinberra starfsmanna t.d. ekki tilgreind. Þessum spurningum verður því ekki svarað nema að bera saman félagaskrár og skattframtöl. Þar sem slík vinna er bæði tímafrek og dýr hefur ekki verið í hana ráðist. Á hinn bóginn fól ráðuneytið launaskrifstofu ríkisins að taka saman upplýsingar um hlutdeild ríkisstarfsmanna í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 1988. Þær upplýsingar eru birtar í meðfylgjandi töflu og gefa vonandi vísbendingu í þessu efni.

Hlutdeild ríkisstarfsmanna í heildarinnheimtu staðgreiðsluskatts á árinu 1988.


                       Hlutfall af
                  Staðgreiðslu-    heildar-
             Fjöldi    skattur í m.kr.    innheimtu
     BHMR .....................         4.259    806    3,8%
     Karlar .................         2.559    586    2,7%
     Konur ..................         1.703    220    1,1%
     BSRB .....................         14.371    1.233    5,8%
     Karlar .................         5.158    700    3,3%
     Konur ..................         9.213    533    2,5%
     KÍ .......................         4.041    450    2,1%
     Karlar .................         1.376    221    1,0%
     Konur ..................         2.665    229    1,1%
     Utan bandalaga ...........         2.557    561    2,6%
     Karlar .................         1.774    501    2,3%
     Konur ..................         783    60    0,3%
     Allir ríkisstarfsmenn ....         25.228    3.050    14,3%
     Karlar .................         10.867    2.008    9,3%
     Konur ..................         14.364    1.008    5,0%
             ———    —————    ————-
     Innheimt staðgreiðsla í
    janúar/desember 1988         201.000    21.349    100,0%


Heimild: Launaskrifstofa ríkisins og embætti ríkisskattstjóra.