Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 203 . mál.


Nd.

1029. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá félagsmálanefnd.



1.     Við 47. gr. Á eftir 1. málsl. 2. mgr. komi nýr málsliður er hljóði svo: Fjárveitingar til almenns rekstrarkostnaðar, annars en launa fastra starfsmanna, skulu greiddar mánaðarlega til fræðsluskrifstofa.
2.     Við 48. gr. Á eftir orðunum „falla úr gildi“ í 2. málsl. 2. mgr. bætist: að því er tekur til grunnskóla.
3.     Við 49. gr.
. a.     2. mgr. orðist svo:
..      Bygging íþróttamannvirkja í þágu skóla og til almenningsnota er í verkahring sveitarfélaga.
. b.     3. mgr. orðist svo:
..      Sveitarstjórn veitir byggingarstyrki til íþróttafélaga og íþróttasamtaka eftir því sem ákveðið er í fjárhagsáætlun sveitarfélags.
4.     Við 57. gr. 2. mgr. orðist svo:
..      Frá gildistöku laga þessara skal skemmtanaskatti ráðstafað, í samráði við fjármálaráðherra, til framkvæmda í lista- og menningarmálum og til forvarnarstarfa í áfengis- og fíkniefnamálum. Nánari ákvæði um ráðstöfun fjárins skal menntamálaráðherra setja í reglugerð.
5.     Við 59. gr. Seinni málsliður 2. mgr. orðist svo:
..      Menntamálaráðuneytið skal hafa með höndum faglega umsjón með starfi dagvistarheimila og vera sveitarstjórnum til ráðuneytis um þau mál.
6.     Við 60. gr. Við 2. mgr. bætist: samkvæmt lögum þessum.
7.     Við 62. gr. Á eftir orðinu „búnað“ í 2. mgr. bætist: og viðmiðunarákvæði um barnafjölda og starfslið.