Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 374 . mál.


Nd.

1048. Nefndarálit



um frv. til l. um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og leggur meiri hl. til að það verði samþykkt með breytingum sem fluttar eru á sérstöku þingskjali. Meginbreytingin er sú að til viðbótar því ákvæði frumvarpsins að ekki skuli leggja sérstakan eignarskatt á eignir manna sem orðnir eru 67 ára eða eldri fyrir upphaf hlutaðeigandi gjaldárs þá skuli ekki heldur leggja skattinn á þá menn sem nutu örorkulífeyris skv. II. og IV. kafla laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, á því tekjuári sem næst er á undan álagningarári.

Alþingi, 5. maí 1989.



Páll Pétursson,

Árni Gunnarsson.

Matthías Bjarnason.


form., frsm.



Þórður Skúlason.

Kristín Halldórsdóttir.

Finnur Ingólfsson.