Ferill 501. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 501 . mál.


Sþ.

1066. Beiðni um skýrslu



um málefni Sigló hf. og fleira.

    Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp og 2. málsl. fyrri mgr. 3. gr. laga nr. 12/1986, um ríkisendurskoðun, óskum við undirritaðir þingmenn eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu Siglósíldar í tilefni af ummælum fjármálaráðherra í dag í umræðum um fyrirspurn um Sigló hf. í sameinuðu þingi.
    Sérstaklega er óskað eftir að eftirfarandi komi fram:
1.     Söluverð og ástand eigna við sölu.
2.     Framlag ríkisins til fyrirtækisins í tíu ár fyrir sölu, á verðlagi 1989, sundurliðað fyrir hvert ár, og enn fremur hvað það hefði kostað ríkissjóð ef þessi framlög hefðu verið óbreytt til ársloka 1988, á verðlagi hvers árs.
3.     Upplýsingar um skuldbreytingar til fyrirtækisins 1986 og til samanburðar upplýsingar um skuldbreytingar eða niðurfellingu skulda til tveggja fyrirtækja vegna skattskulda, þ.e. Nútímans og Svarts á hvítu.
    Nauðsynlegt er að skýrslan liggi fyrir strax í byrjun næstu viku enda lofaði forseti sameinaðs þings við fyrrgreinda umræðu að umræða um þessa skýrslu færi fram í næstu viku og tók fjármálaráðherra undir það.
    Óskað er að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi sameinaðs Alþingis þegar henni hefur verið útbýtt til þingmanna.

Alþingi, 5. maí 1989.



Þorsteinn Pálsson.

Friðrik Sophusson.

Ólafur G. Einarsson.



Pálmi Jónsson.

Guðmundur H. Garðarsson.

Halldór Blöndal.



Kristinn Pétursson.

Sólveig Pétursdóttir.

Egill Jónsson.



Birgir Ísl. Gunnarsson.

Salome Þorkelsdóttir.




    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.