Ferill 203. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 203 . mál.


Nd.

1134. Breytingartillögur



við frv. til l. um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

Frá Inga Birni Albertssyni.



1.     Við 49. gr. 3. efnismgr. orðist svo:
.      Alþingi veitir árlega á fjárlögum fé í sjóð sem nefnist Íþróttasjóður. Úr sjóðnum skal veita styrki til byggingar íþróttamannvirkja og annarrar félagslegrar aðstöðu fyrir félög og heildarsamtök, tengd íþróttum, innan Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélags Íslands. Íþróttanefnd gerir tillögur til fjárveitinganefndar um skiptingu fjárins. Samþykki íþróttanefndar um að mannvirki sé styrkhæft skal liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
2.     Við 74. gr. Á eftir 1. málsl. 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir svohljóðandi: Ríkissjóður greiðir skuld Íþróttasjóðs og Félagsheimilasjóðs við íþróttafélög og sveitarfélög á fjórum árum með ríkistryggðum skuldabréfum og skal fyrsta greiðsla fara fram á árinu 1990. Jafnframt skal veita árlega fé á fjárlögum til að ljúka þeim framkvæmdum sem í gangi eru.