Ferill 374. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 374 . mál.


Ed.

1205. Nefndarálit



um frv. til l. um Þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga.

Frá fjárhags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fengið Lárus Ögmundsson frá fjármálaráðuneytinu á sinn fund. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeirri breytingu sem flutt er tillaga um á sérstöku þingskjali. Einstakir nefndarmenn áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja þeim breytingartillögum sem fram kunna að koma.
    Margrét Frímannsdóttir var fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins.
    Danfríður Skarphéðinsdóttir sat fund nefndarinnar og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 17. maí 1989.



Eiður Guðnason,

Valgerður Sverrisdóttir,

Halldór Blöndal,


form., frsm.

fundaskr.

með fyrirvara.



Ey. Kon. Jónsson,

Júlíus Sólnes,

Jóhann Einvarðsson.


með fyrirvara.

með fyrirvara.