Húshitunarkostnaður
Fimmtudaginn 19. október 1989


     Skúli Alexandersson:
    Virðulegi forseti. Smá athugasemd við athugasemd síðasta ræðumanns. Ekki ætla ég að bera á móti því að að vissu leyti hefur verið offjárfest í orkuverum við vissar aðstæður og breytilegar aðstæður. Hæstv. iðnrh. upplýsti nú að orkukostnaðurinn hefði þó á síðustu árum lækkað úr því að vera fimmfaldur í það að vera 2,5-faldur. Þær voru þyngri syndirnar sem við bárum á herðunum vegna stjórnar íhaldsins á orkuuppbyggingunni á árunum hér á undan þegar við vorum að borga fimmfaldan hita og orku vegna samninga við Ísal og annað eftir því. Þetta væri nú rétt fyrir hv. þm. að hugleiða þegar hann hefur hér uppi stór orð um framkvæmd sósíalismans.