Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Eyjólfur Konráð Jónsson (um þingsköp):
    Herra forseti. Það þarf varla að hafa orð á því að spurningin var alls ekki um það sem ráðherrann var að tala um. Hann sagði að ríkisstjórnin ætti með öllum tiltækum ráðum að koma málum fram, heiðarlegum jafnt sem óheiðarlegum væntanlega, ofbeldi ef því er að skipta. Ég vek athygli á því að ráðherrann svaraði ekki spurningunni. Hann hefur ekki tekið þátt í þessari umræðu nema með útúrsnúningum og það á þá kannski við að þetta hafi verið kjaftavaðall um einskis verða hluti, svo að notuð séu orð leiðtoga hans í þessum málum.