Þróunarsjóður lagmetis
Fimmtudaginn 08. mars 1990


     Fyrirspyrjandi (Ásgeir Hannes Eiríksson):
    Virðulegi forseti. Ég leit svo sannarlega á að það skriflega svar sem ég bíð eftir væri svar sem allur þingheimur fengi sem um skriflega fyrirspurn væri að ræða og hef það eftir hæstv. iðnrh. að hann telji eðli fyrirspurnarinnar þannig, sem ég er alveg sammála. Þetta er fyrirspurn sem er erfitt að svara munnlega, þetta er langur lestur og upptalning, þannig að ég tel að spurningunni hafi verið breytt úr munnlegri og yfir í skriflega fyrirspurn.