Vegáætlun 1989-1992
Föstudaginn 04. maí 1990


     Ólafur Þ. Þórðarson:
    Herra forseti. Eins og kom fram í máli mínu hér áðan er sú meginregla upp tekin að gera upp við sveitarfélögin á fjórum árum þær innistæður sem þau gera kröfur til að þau eigi hjá ríkissjóði. Verði þetta samþykkt má gera ráð fyrir því, ef fjárhæðin skiptist eins og gert hefur verið milli uppgræðslu og girðinga, að gert verði upp við þá einstaklinga sem í góðri trú hafa sett upp ristarhlið og girt meðfram vegum á átta árum. Ég segi já.